Minnsta letur Miðstærð leturs Stærsta letur Stærsta letur á dökkum grunni Prenta þessa síðu
Aðrir vefir Borgarbyggðar
Leikskólinn Hnoðraból
   Grímsstöðum
   320 Reykholt

   Sími: 433 7180
Atburðadagatal
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
Fyrri mánuður
október 2017
Næsti mánuður
18. nóvember 2016 15:00

Fréttir frá Hnoðabóli

Margt hefur drifið á okkar daga undanfarið en í október átti Hnoðraból 30 ára afmæli (20.okt) en við héldum upp á daginn föstudaginn 21.október. Tvær flugur voru slegnar í einu höggi en sama dag héldum við leiðtogadag en á leiðtogadögum leiða börnin dagskrá og hafa áhrif á hvað er gert. Mörgum var boðið í afmælið og mættu margir. Dagurinn var ákaflega skemmtilegur og þökkum við þeim sem komu fyrir samveruna.

Bjarni slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð heimsótti krakkana á gulu deild og fræddi þau um mikilvægi eldvarna og sýndi hann okkur reykgrímu eins og slökkviliðsmenn nota.

Elsti árgangur fór á leiksýninguna í Borgarnesi að sjá Lofthæddi örninn Örvar en Þjóðleikhúsið bauð á sýninguna.

Nóvember er umskiptingamánuður en nú kom fyrsti snjórinn í ár þennan mánuð. Aðra viku í þessum mánuði var vinavika af tilefni baráttudags gegn einelti en sama dag héldum við bangsadag sem er ávallt í miklu uppahaldi og er ákaft beðið eftir bangsadansinum vinsæla.

16. nóvember var stór dagur en þá fékk Hnoðraból Grænfána í annað sinn. Umhverfisnefndum annarra skóla í kring var boðið að koma en komust fáir. Þrátt fyrir það var dagurinn gleðilegur og voru allir hæstánægðir með nýja grænfánamerkið okkar. Í athöfninni var degi íslenskrar tungu gerð skil og sungu börnin Íslenska er okkar mál.

Framundan er svo jólamánuðurinn og er undirbúningur hafinn en mikil tilhlökkun er í mannskapnum.

 

Nóv. og des. 2015