Minnsta letur Miðstærð leturs Stærsta letur Stærsta letur á dökkum grunni Prenta þessa síðu
Aðrir vefir Borgarbyggðar
Leikskólinn Hnoðraból
   Grímsstöðum
   320 Reykholt

   Sími: 433 7180
Atburðadagatal
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
Fyrri mánuður
desember 2017
Næsti mánuður
 
Hnoðraból er skóli á grænni grein og hlaut Grænfána vorið 2014.
 
Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Skrefin sjö eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. 
 
 
Leikskólinn hefur nýtt sér umhverfi sitt vel og sett niður markmið til að efla umhverfisvitund barnanna.
 
Eftirfarandi greinargerð var gerð við umsókn að Grænfánanum.

 

 

Markmiðin okkar eru:

1. Að safna lífrænum úrgangi

2. Að endurnýta pappír

3. Gera Grænfánaverkefnið sýnilegra (auka umhverfisfræðslu)

4. Safna rafhlöðum.

5. Nota efnivið úr náttúrinni til listsköpunar og leikja.

 

Umhverfissáttmálinn okkar hljómar svona:

Við ætlum að gera allt sem er gott fyrir náttúruna með sól í hjarta.

 

 

 

 

 

Nóv. og des. 2015