Minnsta letur Miðstærð leturs Stærsta letur Stærsta letur á dökkum grunni Prenta þessa síðu
Aðrir vefir Borgarbyggðar
Leikskólinn Hnoðraból
   Grímsstöðum
   320 Reykholt

   Sími: 433 7180
Atburðadagatal
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
Fyrri mánuður
október 2016
Næsti mánuður
14. október 2016 01:23

Undanfarin vika

Mikið hefur verið að gera þessa vikuna.

1.bekkur kom í heimsókn á gulu deild, farið var í vinanudd sem er hluti af námsefni frá Barnaheillum, fórum við í leik þar sem börnin leiddust í hring og var verkefnið að allir kæmust í gegnum húllahring án þess að sleppa höndum af hvoru öðru, þar skipti samvinnan miklu og gekk leikurinn virkilega vel. Svo léku börnin saman í rúman klukkutíma eftir það.

Bjarni slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð kom og fræddi börnin á gulu deild um eldvarnir og sýndi þeim reykköfunargrímu og súrefniskút. Börnin í skólahóp fengu svo verkefni sem þau munu vinna síðar.

Í dag föstudag fór skólahópur í rútuferð í Borgarnes á leiksýninguna Lofthræddi örninn Örvar sem Þjóðleikhúsið bauð á.

Framundan er svo 30 ára afmæli leikskólans og leiðtogadagur.

meira...
4. október 2016 11:38

Íbúafundur um skólastefnu Borgarbyggðar

Sæl veriði.

Þökkum fyrir foreldrafundinn í gærkvöldi.

 

Minnum á íbúafund um skólastefnu Borgarbyggðar á fimmtudagskvöld í Hjálmakletti.

 

Sjá nánari upplýsingar hér

 

F.h. starfsmanna, Mummi

 

 

 

meira...
17. febrúar 2016 03:22

Fréttir

Það hefur ýmislegt drifið á daga leikskólans síðustu misseri. Snemma í febrúar var þorrablót og voru börnin dugleg að smakka þorramatinn. 5.febrúar var haldið upp á dag leikskólans en þá var foreldrum barnanna boðið að koma í lok dags og börnin sýndu foreldrum sínum leikskólann. Dagurinn heppnaðist einstaklega vel og stöldruðu margir foreldrar við og léku með börnunum.

Á öskudag var farið með rútu í Reykholt í heimsókn í Hönnubúð og á Hótel Reykholt.

11.2  var 112 dagurinn og fengu börnin heimsókn frá viðbragðsaðilum í Borgarbyggð sem komu færandi hendi, gáfu okkur plakat og segla, og sýndu ýmsan búnað sem þau notast við.

Í þessari viku, góðverkaviku, mætti bangsinn Blær til starfa á Hnoðrabóli. Blær er vináttuverkefni Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Fengu öll börnin sinn bangsa hver sem þjónar þeim tilgangi að vera hjálparbangsi sem á heima í leikskólanum. Lesa má meira um vináttu hér.

 

meira...
21. janúar 2016 09:44

Samstarf Hnoðrabóls og Grunnskóla Borgarfjarðar

 Nú er samstarf leikskólans og grunnskólans komið á meira flug eftir áramót. 5.bekkur kom í heimsókn til okkar fyrir stuttu síðan, elsti árgangur leikskólans tók á móti þeim, allir kynntu sig og við tók dagskrá þar sem börnunum vað skipt í 3 hópa. Börnin fóru í stafaleik, 5.bekkingar lásu frumsamdar sögur og að lökum settu allir handarfarið sitt á vinátturhing. Hringurinn táknar samstarf og vináttu milli þessara hópa en þarna voru þau að vinna með leiðtogafræðin, venju 5 Sigrum saman.

Nú er kominn inn endurbætt samstarfsáætlun. Endurskoða þurfti tímasetningar eftir áramót.

 

Kv. Mummi

 

meira...
30. desember 2015 01:09

Jól og áramót

Kæru lesendur

Allir á Hnoðrabóli vilja óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk á því sem er að líða. Hlökkum til komandi stunda á árinu 2016.

Kv. starfsmenn Hnoðrabóls

meira...
7. desember 2015 02:26

Af tilefni veðurs kemur tilkynning.

Kæru foreldrar

Fylgist með fréttum og veðri í fyrramálið þar sem veðurspáin er ekki góð.
Við munum taka stöðuna í fyrramálið og meta hvort eða hvernær skólinn opnar. 
Fylgist með Facbook hóp foreldrafélagsins. Leggið ekki af stað fyrr en ljóst er að skólinn sé opinn, góð regla er að hringja í leikskólann (sími 4337180, Sjöfn 8620064) áður en lagt er af stað því starfsmenn geta verið veðurteptir heima. Viljum við minna á viðbúnað almannavarna, 
http://www.almannavarnir.is/default.asp?cat_id=116
Í tilmælum frá fræslustjóra í dag eru foreldrar beðnir um að halda börnum sínum heimavið ef kostur er þar sem veðurspáin er slæm.
Með vinsemd, 
Sjöfn Guðlaug Vilhjálmsdóttir
Leikskólastjóri Hnoðrabóli.

meira...
20. nóvember 2015 02:57

LOKAÐ Á MÁNUDAG

Lokað verður á mánudaginn, 23.nóvember vegna skipulagsdags starfsmanna.

Góða helgi,

Starfsmenn Hnoðrabóls

meira...
23. október 2015 03:11

Bókagjöf

 Ungmennafélag Reykdæla færði leikskólanum Hnoðrabóli  í dag veglega bókagjöf úr bókasafni félagsins sem er verið að fara í gegnum þessa dagana. Bækurnar eru eftir fræga inn-og erlenda rithöfunda og margar þeira eru fágæddar og gamlar.  Börnin töku gjöfinni fagnandi,  tilhlökkun skein úr adlitum þeirra  við það að fá að lesa þær og handfjatla. Þökkum kærlega fyrir þessar veglegu  bókagjöf og munum við njóta hennar  um ókomna tíð, LÆSI ER LYKILL.

meira...
Nóv. og des. 2015